Í fyrsta skipti veitti myndlistarráð Heiðursviðurkenningu ásamt viðurkenningu fyrir útgefið efni sem talið er hafa mikilvægt gildi fyrir kynningu og rannsóknir á íslenskri myndlist.
Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá hlaut Heiðursviðurkenningu fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar.

Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Landið hvíta, 1962, sáldþrykk á hör. Birt með leyfi listamannsins og i8 Gallery.
Viðurkenning fyrir útgáfu hlaut Listasafn Reykjavíkur
Þá fékk Listasafns Reykjavíkur viðurkenningu fyrir útgáfu sem fylgir yfirlitssýningum á Kjarvalsstöðum á verkum myndlistarmanna á miðjum ferli.

Þegar hafa verið haldnar fjórar yfirlitssýningar í þessari sýningaröð og hefur hverri sýningu fylgt bók sem jafnframt er sýningarskár. Metnaður er lagður í útgáfuna, sem er bæði á íslensku og ensku. Í hverri bók er að finna myndir af verkum listamannsins ásamt vönduðum greinum fræðafólks og listamannsins sjálfs – sem dýpkar skilning á höfundaverki listamannsins.
Myndlistarráð 2019-2022 er skipað
- Helgi Þorgils Friðjónsson, formaður, skipaður án tilnefningar af Mennta- og menningarmálaráðherra.
- Dagný Heiðdal, varaformaður, tilnefnd af Listasafni Íslands.
- Hannes Sigurðsson, tilnefndur af Listfræðafélagi Íslands.
- Guðrún Erla Geirsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra myndlistarmanna
- Hlynur Helgason, tilnefndur af Sambandi íslenskra myndlistarmanna