Myndlist á ferð um landið

01.07.2021
Auður Lóa Guðnadóttir: Lions in the Overgrown Grass / Flowers and Seals That Are Also People

Á ferð um landið er upplagt að skoða eitthvað af þeim fjölmörgu myndlistarsýningum sem standa nú yfir um land allt. Fyrir þau sem eru í borginni má leggja leið sína á Listasafn Íslands og njóta verksins Sumarnótt eftir Ragnar Kjartansson, verkið er sjö rása vídeóverk sem tekið er á íslenskri nótt, þegar aldrei dimmir.

Ef stefnan er tekin á Vesturland þá stendur nú yfir sýningin STAÐIR/PLACES í Selárdal, Fossafirði og Arnarfirði. Á sýningunni má finna verk eftir Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur, Auði Lóu Guðnadóttur, Starkað Sigurðarson og Eygló Harðardóttur. Til staðar: er ein af þremur innsetningum/sýningum sem Katrín hefur unnið í jafnmörgum landsfjórðungum hér á landi árið 2020-21: á Listasafni Svavars Guðnasonar, Menningarsetrinu að Nýp og í Sauðaneshúsi.

Hrafnhildur Arnardóttir – Shoplifter

Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter

Í Hrútey við Blönduós hefur Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter sett upp útilistaverk sem dreifast um eyjuna. Safnasafnið stendur að venju fyrir metnaðarfullri sýningardagskrá með tólf nýjum sýningum og í Verksmiðjunni á Hjalteyri verða tvær samsýningar í sumar.

Earthquake, 1969 – Sigurður Guðmundsson

Earthquake, 1969 – Sigurður Guðmundsson

Á Austurlandi mælum við með heimsókn í sýningarrýmið Glettu á Borgarfirði Eystri, sem heldur úti sýningarstarfi annað árið í röð. Sumarsýning Skaftfells er á verkum Seyðfirska listamannsins Péturs Kristjánssonar. Þann 10. júlí mun svo sýning Sigurðar Guðmundssonar Alheimurinn er ljóð opna á Djúpavogi. Þar verða sýnd verk frá árunum 1969-2021.

 

Á heimasíðu okkar má svo finna ítarlegra sýningardagatal

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur