Myndlist á Íslandi - skrifum saman

30.11.2021
Myndlist á Íslandi 2021

Myndlist á Íslandi leitar að röddum, textahöfundum, rithöfundum, listamönnum og gagnrýnum hugsuðum til að skrifa í blaðið. Fyrir aðra útgáfu blaðsins leitum við að tillögum að efni sem bregst við eða byggir frekar á hugmyndum sem birtust í fyrstu útgáfu Myndlistar á Íslandi.

Tillögur fyrir næstu útgáfu þurfa að berast til okkar fyrir 6. desember næstkomandi en næsta blað verður gefið út snemma árs 2022. Tillögur að efni skulu ekki vera lengri en 200 orð og skýrt skal koma fram hvers eðlis efnið muni vera.

Við köllum eftir skriflegu efni sem snertir samtímalist á Íslandi, í opnu samtali og tengingu við samtímahugmyndir og -umræður – bæði hér á landi og í alþjóðlegu samhengi. Markmið okkar er að búa til ferli fyrir innsendar tillögur sem hluta af útgáfustefnu blaðsins, þar sem hægt verði að skila inn hugmyndum um texta, greinar, gagnrýni og skapandi skrif yfir allt árið.

Það er okkur ánægja að skapa slíkt rými og vinna með textahöfundum í að þróa eigin hugmyndir frekar. Þannig verður þetta vettvangur fyrir samvinnu, þar sem textahöfundar mega búast við gagnkvæmu samtali og ferli. Ritstjórn áskilur sér rétt til þess að velja úr innsendum tillögum sem og að hafa áhrif á þróun þeirra og vinnslu.

Endilega sendið okkur tillögur eða spurningar á netfangið myndlistaislandi@gmail.com. Við hlökkum til að heyra í ykkur!

Myndlist á Íslandi er tímarit um íslenska myndlist. Markmiðið er að skapa öfluga miðju fyrir myndlistarumfjöllun og vettvang fyrir líflega umræðu um myndlist hér á landi. Tímaritið er samstarfsverkefni Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM), Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar (KÍM), myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, Listfræðafélags Íslands og Myndlistarráðs. Fyrst útgáfa blaðsins kom út í mars 2021.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5