Nærri ein sýning á dag

18.12.2024
En þú ert samt of brún fyrir Íslending, Melanie Ubaldo, Listasafn Íslands.

Myndlistarmiðstöð heldur úti sýningadagatali þar sem við reynum eftir fremsta megni að skrá allar myndlistarsýningar á landinu. Árið 2024 höfum við skráð 358 sýningar í dagatalið okkar sem stappar nærri einni sýningu á dag! Myndlistarmiðstöð aflar sér upplýsinga um sýningar með ýmsum hætti en best er að fá tilkynningar í tölvupósti á netfangið info@myndlistarmidstod.is. Þar er nauðsynlegt að fylgi með ljósmynd sem má nota í dagatalið og æskilegt er að á myndinni sé enginn texti. Við viljum fá sýningarheiti, heiti listamanns, opnunardag og tíma og einnig dagsetningu um sýningarlok. Ef er sýningarstjóri þá má einnig gjarnan taka það fram. Stuttur texti sem lýsir sýningunni er einnig nauðsynlegur og helst þarf þetta allt að vera bæði á íslensku og ensku. Ekki er verra að fá upplýsingar um instagramreikninga sýningarstaða og listamanna einnig svo hægt sé að deila og tagga og það allt saman!  Við stefnum síðan að því á nýju ári að gera sýningarstaði sjálfbæra með að setja sýningarnar sínar inn í dagatalið.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5