Opnað hefur verið fyrir umsóknir listamanna um sex vikna dvöl í nýrri gestavinnustofu í Markeville í Alberta fylki í Kanada, fyrrum heimabæ Stephans G. Stephanssons ljóðskálds. Tekið er við umsóknum til 1. mars og tilkynnt verður um niðustöðuna 1. apríl. Allar upplýsingar má finna á heimasíðu vinnustofunnar. Vinnustofan er ætluð listamönnum með íslenskar rætur eða listamönnum sem vinna að verkefnum sem tengjast Íslandi. Vinnustofan er í húsi sem nefnist the Buttermaker’s House og það er The Stephan G. Stephansson Icelandic Society ásamt the Icelandic National League of North America (INLNA) sem standa að vinnustofunni.
Ný gestavinnustofa í Alberta fylki í Kanada
13.01.2025