Nýr sérhæfður póstlisti: Styrkir & gestavinnustofur

17.02.2023
New mailing list

Eitt af verkefnum Myndlistarmiðstöðvarinnar er að bæta upplýsingagjöf innanlands um valkosti í fjármögnun verkefna og tækifæri í faginu.

Miðstöðin mun framkvæma það verkefni með því að miðla upplýsingum til listamanna og fagaðila í mynlistargeiranum í gegnum sérhæfðan póstlista.

Stefnt er að því að senda út reglulegar tilkynningar, bæði á íslensku og ensku. Jafnframt mun Myndlistarmiðstöð halda áfram að senda út mánaðarlegt fréttabréf á ensku.

Dæmi um tilkynningar:

  • umsóknarfresti í tengslum við myndlistarsjóð
  • umsóknarfresti ferðastyrkja Myndlistarmiðstöðar
  • umsóknarfresti fyrir gestavinnustofur með styrk
  • köll eftir sýningartillögum frá faglegum sýningarstöðum
  • köll eftir þátttakendum í alþjóðleg verkefni
  • upplýsingar um samkeppnir innanlands og erlendis
  • atvinnuauglýsingar í myndlistargeiranum
  • auglýsingar um námsstyrki sem tengjast faginu
  • köll eftir tilnefningum fyrir styrki og verðlaun

Skráning á nýja póstlistann „Styrkir & gestavinnustofur“

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur