Opið fyrir tillögur að tilnefningum

21.11.2023
Opið fyrir tilnefningar

Íslensku myndlistarverðlaunin verða veitt í sjöunda skipti í mars 2024. Af því tilefni er óskað eftir tillögum að tilnefningum til verðlaunanna Myndlistarmaður ársins og Hvatningarverðlaun ársins.

Smelltu hér til að senda inn tillögu að tilnefningu til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2024.

Frestur til að senda inn tillögu rennur út á á miðnætti föstudaginn 15. desember.

Myndlistarráð stendur að Íslensku myndlistarverðlaununum og eru þau veitt í nafni ráðsins. Markmið verðlaunanna er að heiðra íslenska myndlistarmenn eða myndlistarmenn með búsetu á Íslandi, hvetja til nýrrar listsköpunar og efla kynningu íslenskrar myndlistar, innan lands sem utan.

Verðlaunin Myndlistarmaður ársins eru veitt íslenskum myndlistarmanni eða myndlistarmanni með búsetu á Íslandi sem þykir hafa skarað framúr með nýlegum verkum og sýningu á Íslandi á árinu 2023. Verðlaunafé er 1 milljón krónur.

Hvatningarverðlaun, 500 þúsund krónur, verða veitt starfandi myndlistarmanni sem nýlega hefur komið fram á sjónarsviðið og vakið athygli með verkum sínum.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur