Opið fyrir umsóknir í myndlistarsjóð - seinni úthlutun 2020

09.07.2020
Blue box

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í myndlistarsjóð.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 20. ágúst 2020. Um er að ræða seinni úthlutun úr sjóðnum á árinu en úthlutað verður í septembermánuði.

Veittir verða styrkir í fimm flokkum og eru þeir eftirfarandi:

  • Undirbúningsstyrkir og styrkir til minni sýningarverkefna allt að 500.000 kr.
  • Styrkir til stærri sýningarverkefna, útgáfu-/rannsóknarstyrkir allt að 2.000.000 kr.
  • Aðrir styrkir allt að 1.000.000 kr.

Umsækjendum er bent á að nýtt umsóknarkerfi hefur verið tekið í notkun.

Smelltu hér ef þú vilt opna umsókn í fyrsta skipti.

Þú velur þá umsókn sem þú vilt opna og skráir þig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.
Upplýsingar um Íslykil eða rafræn skilríki má finna á
vefsíðu Ísland.is.

Smelltu hér ef þú vilt skoða vistaðar eða sendar umsóknir
/ Mínar síður.


Skráðu þig inn með sama Íslykli eða rafrænu skilríkjum og þegar þú vistaðir /sendir umsóknina.

Athugið að afrit af umsókn eða skilum eru send á það netfang sem skráð er í umsóknina.

Úthlutunarreglur myndlistarsjóðs má finna hér.
Leiðbeiningar við umsóknargerð má finna
hér.

Umsóknavefurinn byggir á rafrænni eyðublaðagátt Origo, https://eydublod.is/ og er þetta kerfi í notkun hjá nokkrum opinberum stofnunum, meðal annars Þjóðskrá.

Ef upp koma fyrirspurnir varðandi umsóknarferlið, vinsamlegast sendið tölvupóst
á
info@myndlistarsjodur.is

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5