Opið kall fyrir íslenska listamenn

24.05.2024

Árið 2025 mun Huet Repolt residesían í Belgíu bjóða íslenskum listamanni búsettum á Íslandi til vinnustofudvalar. 

Vinnustofudvölin mun standa yfir í 8 vikur, frá 15. febrúar til 13. apríl 2025.

Tekið verður við umsóknum til miðnættis 26. ágúst. 

Vinsamlega sendið umsókn í gegnum tölvupóst: application@residencehuetrepolt.org

Niðurstöður úr valferlinu verða birtar opinberlega í síðasta lagi 15. september. 

Valinn listamaður mun skuldbinda sig til að vera viðstaddur á staðnum í að minnsta kosti 7 vikur.

Vinnustofudvölin er opin öllum listamönnum sem hafa lokið námi. 

Tekið er við umsóknum frá stökum listamönnum eða tvíeykjum og er ekkert aldurstakmark.

Húsið er 120 m² með stofu / eldhúsi, tveimur svefnherbergjum, þakverönd, baðherbergi, þvottahúsi og bílskúr.

Það er staðsett í Watermael-Boitsfort, 4 km frá miðbæ Brussel.

Listamaðurinn hlýtur 1500 evrur til framleiðslu verka.

Boðið er upp á að listamenn taki fjölskyldu sína með en beðið er um að þess sé getið í umsókn.

 

Nánari upplýsingar um residensíuna, myndir ofl. má finna á heimasíðu Huet Repolt.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5