Out There / Þáttur 2: Artist in Iceland Visa Action Group

15.08.2022
Artist in Iceland Visa Action Group

Nú er annar þáttur annarrar seríu ‘Out There’, hljóðvarpi Icelandic Art Center kominn út.

Becky Forsythe og Þórhildur Tinna Sigurðardóttir eiga í samtali við tvo meðlimi Artist in Iceland Visa Action Group þær Wiola Ujazdowska og Bryndísi Björnsdóttur, betur þekkt sem Dísa. AIVAG er málsvarshópur sem vinnur að því að gera dvalarleyfi á Íslandi fyrir listafólk auðsóttari og aðgengilegri. Dísa og Wiola eru báðar starfandi listamenn sem eru búsettar á Íslandi. Í þessum þætti fengu Becky og Tinna að kynnast betur starfsemi hópsins, ræddu þær krefjandi og oft hindrandi aðstæður sem að listamenn af erlendum uppruna þurfa að takast á við til að komast af á Íslandi en einnig sögðu Wiola og Dísa þeim betur frá sínum eigin listaverkum og nýlegum verkefnum sem þær hafa haft fyrir stafni.

Öllum er velkomið að gerast meðlimur í AIVAG maður þarf aðeins að hafa samband.

Nýlegt framtak hópsins er málþing sem átti sér stað í Norræna húsinu hann hét Afhverju giftistu ekki Íslendingi? Þar var fjallað um þörfina fyrir listamannavegabréfsáritun á Íslandi, gildi alþjóðlegra menntaáætlana, gildi innflytjenda sem vinnuafls á menningarsviðinu, kerfisbundinn rasisma og útlendingahatur á stofnanastigi. Stjórnandi var Dr. Magnús Skjöld og viðmælendur voru Clare Aimée, listamaður, Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, Hugo Llanes, listamaður og meðlimur AIVAG, José Luis Anderson, tónlistamaður, Claudia Ashanie Wilson, Lögmaður í mannréttindum, og Patricia Carolina, listamaður og meðlimur Verdensrommet svipuðum málsvarshópi í Noregi.

Aðspurð hvort um kerfisbundna fordóma væri að finna á Íslandi svaraði Claudia þessu á málþinginu: 

„Það er erfitt en á sama tíma mjög auðvelt að svara þessari spurningu … Já það er kerfisbundinn rasismi á Íslandi.“

Samtalið dróg í ljós ýmsar flækjur og smáatriði sem að fylgja því að reyna að breyta viðhorfum fólks og þá aðallega stofnananna og stjórnvalda í garð listamanna af erlendum uppruna á Íslandi. En eins og Wiola sagði sjálf: 

„Það er rými fyrir samtöl og tækifæri að myndast. Það er töluverð velvild á ýmsum stofnunum til breytinga. Einnig viðurkenning og sameiginleg tilfinning í samfélaginu sem og hjá þessum stofnunum á virði og áhrifa erlendra listamanna hér á landi. Ég hef von en það er samt sem áður langt í land í þessum málum.“

Instagram og tölvupóstur AIVAG fyrir áhugasama.

Out There hljóðvarpið er framleitt af Icelandic Art Center. Í þættinum eiga Becky og Tinna í samtölum við fjölmarga  listamenn, sýningastjóra og aðra sérfræðinga innan myndlistar á Íslandi. 

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5