Nýverið ferðaðist farandsýningin Outside Looking In, Inside LookingOut til Finnlands og var sett upp sendiráðsbústað Íslenska sendiráðsins í Helsinki. Formleg opnun var fimmtudaginn 12. október og voru fjölmargir viðstaddir.
Sem fyrr voru til sýnis verk eftir:
Arnar Ásgeirsson (IS)
Emma Heiðarsdóttir (IS)
Fritz Hendrik IV (IS)
Hildigunnur Birgisdóttir (IS)
Melanie Ubaldo (IS/PHL)
Styrmir Örn Guðmundsdóttir (IS)
Una Björg Magnúsdóttir (IS)
Sýningarstjóri er H. K. Randversson
Emma Heiðarsdóttir var stödd á opnuninni ásamt Tinnu Guðmundsdóttur, verkefnastjóra Myndlistarmiðstöðvar. Áður hefur sýning verið sett upp fyrr á þessu ári í New York og Amsterdam. Sýning er unnin í samstarfi við Utanríkisráðuneytið og Íslandsstofu.
Á sama tíma opnaði Rósa Sigrún Jónsdóttir sýninguna Places, í sýningarstjórn Ásthildar Jónsdóttur.