Samsýning Sequences XI – Get ekki séð stendur til 26. nóv

25.10.2023
Sequences XI – Can’t See opening. Photo: Viktam Pradhan

Myndlistarhátíðin Sequences hófst 13. október. Hátíðin hefur aldrei verið jafn stór en yfir 50 listamenn komu að henni að þessu sinni. Hátíðardagskránni lauk 22. október en samsýningin Sequences XI – Get ekki séð stendur til 26. nóvember. Sýningunni er skipt í fjóra kafla: Jarðvegur, Neðanjarðar, Vatn og Frumspekivíddin og er til sýnis í Kling & BangNýlistasafninuNorræna húsinu og Safnahúsinu. Ókeypis er inn á sýningarnar.

Gefin var út yfirgripsmikil sýningarskrá með ávarpi sýningarstjóra, sýningartexta um hvern kafla, auk greina um verk í almenningsrými og verk í rauntíma, ásamt verkalista og korti. Einnig er greinargóð umfjöllun um Sequences í nýjasta hlaðvarpsþætti Out There.

Sequences XI – Can’t See opening. Photo: Viktam Pradhan
Sequences XI – Can’t See opening. Photo: Viktam Pradhan
Sequences XI – Can’t See opening. Photo: Viktam Pradhan
Sequences XI – Can’t See opening. Photo: Viktam Pradhan
Sequences XI – Can’t See opening. Photo: Viktam Pradhan

Um Sequences

Sequences er listamannarekin myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík. Stofnaðilar Sequences eru Kling & Bang, Nýlistasafnið og Myndlistarmiðstöð. Fyrri hátíðum hefur verið stýrt af íslenskum og alþjóðlegum listamönnum og sýningarstjórum.Yfir þrjú hundruð listamenn alls staðar að í heiminum hafa tekið þátt, ásamt fjölda listamannarekinna rýma, safna og almennra stofnanna.

Um sýningarstjórana

Sýningarstjórateymið samanstendur af fjórum eistneskum sýningarstjórum og rithöfundum: Marika Agu, Maria Arusoo, Kaarin Kivirähk og Sten Ojavee sem hafa unnið saman frá árinu 2017 hjá Estonian Centre for Contemporary Art (CCA). Listrænar áherslur teymisins mótuðust við vinnu að fyrstu sýningunni sem þau stýrðu saman A-tishoo, A-tishoo, We All Fall Down (2019) sem var sýnd í EKKM, Contemporary Art Museum of Estonia. Þau hafa einnig sýningastýrt og skipulagt ráðstefnur, fyrirlestraraðir, skrifað greinar, staðið að sýningum á list í almannarými og staðið að stafrænum viðburðum. Sem sýningarstjórar hafa þau fjölbreyttan bakgrunn m.a. myndlist, félagsfræði, heimspeki, listasögu og merkingarfræði. Þau hafa tekið höndum saman til að sameina ólíka reynslu og hugsunarhátt, til að bjarga auðlindum og draga úr offramleiðslu. Þau trúa því að samvinna geri okkur kleift að skapa sjálfbærari vinnuferla og skili víðtækari árangri.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur