Samtök skapandi greina blása til sóknar

07.10.2021
Samtök skapandi greina

Samtök skapandi greina eru breiður samráðsvettvangur, sem ætlað er að vinna að sameiginlegum hagsmunum og standa vörð um þessar greinar á Íslandi. Er þar átt við listir, sköpun, hugverk og menningu, sem og atvinnu- og viðskiptalíf sem af þeim skapast.

Hugverk, listir og sköpun eru kjarni skapandi greina, auðlindin sem þær byggja á og allt þróast út frá, hvort sem það er menningarstarfsemi, hönnun, nýsköpun eða hugverkaiðnaður — þau eru grundvöllur fjölbreyttrar starfsemi einstaklinga og fyrirtækja sem stunda viðskipti með listir og hugverk að hluta eða öllu leyti.

Skapandi greinar eru atvinnugreinar sem hafa mikilvægu samfélagslegu og menningarlegu hlutverki að gegna sem ekki verður alltaf metið til fjár, en þær eru ekki síður hreyfiafl til breytinga, uppspretta nýsköpunar og atvinnutækifæra og í þeim felast fjölmörg efnahagsleg sóknarfæri, sem hægt er að virkja betur með markvissum aðgerðum og uppbyggingu.

Ný stjórn Samtaka skapandi greina var kosin á aðalfundi samtakanna í Grósku 7. september síðastliðinn. Hana skipa Auður Jörundsdóttir, Bragi Valdimar Skúlason, Birna Hafstein, Sigtryggur Baldursson og Halla Helgadóttir, sem var kosin formaður stjórnar.

Stofnaðilar Samtaka skapandi greina eru: Samtónn, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Sviðlistasamband Íslands, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Tónverkamiðstöð, Útón, Samtök leikjaframleiðenda og Miðstöð íslenskra bókmennta.

Öll fyrirtæki, fagfélög, félagasamtök og stofnanir í skapandi greinum á Íslandi geta sótt um aðild.

Ný stjórn vinnur nú að stefnumótun, rýnir erlendar fyrirmyndir og eflingu samtakanna með það að markmiði að vera öflugur samstarfsaðili stjórnvalda þegar kemur að mótun áherslna, starfsumhverfis og þróun skapandi greina á Íslandi til framtíðar.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur