Seinni úthlutun úr myndlistarsjóði 2017

18.09.2017
Kling & Bang - myndlistarsjóður 2017

Myndlistarráð úthlutaði 17 millj. kr. í styrki til 34 verkefna í seinni úthlutun Myndlistarsjóðs á þessu ári. Sjóðnum bárust 84 umsóknir og sótt var alls um 63,6 millj. kr.

Styrkir til sýningarverkefna voru 25 talsins að heildarfjárhæð 2,24 millj.kr., þar af fóru 14 styrkir til minni sýningarverkefna og 11 styrkir til stærri sýningarverkefna. Stærstu styrkina að þessu sinni hlutu Kling og Bang fyrir sýningarröð fjögurra ungra listamanna sem munu halda sína fyrstu einkasýningu í sýningarrými þeirra á árinu 2018 og Steinunn Önnudóttir fyrir sýningarröðina “Við endimörk alvarleikans” sem er önnur af tveimur sýningarröðum Harbinger á árinu 2018. Bæði verkefnin hljóta styrk að upphæð 1,5 millj. kr.

Þar að auki veitir Myndlistarráð fjóra undirbúningsstyrki að heildarupphæð 1,56 millj. kr., fjóra útgáfu- og rannsóknarstyrki að heildarupphæð 2,6 millj. kr. og einn styrk til annarra verkefna að upphæð 600 þús. kr.

Hlutverk Myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir undir Myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem mennta- og menningarmálaráðherra setur. Sérskipaðar matsnefndir meta umsóknir og gera tillögur að úthlutun.

Listi yfir styrkþega er aðgengilegur hér.

Myndlistarráð sem úthlutar að þessu sinni er þannig skipað:

  • Margrét Kristín Sigurðardóttir, formaður Myndlistarráðs,
  • Guðni Tómasson f.h. Listfræðifélagsins,
  • Dagný Heiðdal f.h. Listasafns Íslands og
  • Ingibjörg Gunnlaugsdóttir f.h. SÍM.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur