Seinni úthlutun úr myndlistarsjóði 2020

17.09.2020
Elísabet Brynhildardóttir Hjólið 2020

Myndlistarráð úthlutar 22 millj. kr. í styrki til 74 verkefna í seinni úthlutun sjóðsins 2020. Sjóðnum bárust 171 umsókn og sótt var um í sjóðinn fyrir rúmlega 124 millj. kr.

Styrkir til sýningarverkefna eru 37 talsins að heildarupphæð 12,4 kr., þar af fara 21 styrkir til minni sýningarverkefna og 16 styrkir til stærri sýningarverkefna. Stærsta styrkinn, að upphæð 1. millj. kr., hlýtur Myndhöggvarafélagið í Reykjavík fyrir 50 ára afmælissýningu sína Hjólið 2021. Auk þess hlýtur Sigurður Árni Sigurðsson 600.000 kr. fyrir yfirlitssýninguna Óra-vídd á Kjarvalsstöðum, Listasafni Reykjavíkur. Bryndis Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson hljóta 600.000 kr. fyrir yfirlitssýning í Gerðarsafn 2021 og Afmælisnefnd Leirlistafélags Íslands hlýtur 600.000 kr. fyrir 40 ára afmælissýningu félagsins 2021.

Stærsta styrk til útgáfu og rannsókna hlýtur Félag um listasafn Samúels eða 1. millj.kr., fyrir útgáfu bókarinnar Steyptir draumar – líf og list Samúels Jónssonar í Selárdal. Einnig hlýtur Helga G. Óskarsdóttir 700.000 kr. fyrir vefritið Artzine – vefrit um samtímalist á Íslandi.

Að þessu sinni veitir myndlistarráð 21 undirbúningsstyrki að heildarupphæð 2,2 millj. kr., 14 útgáfu- og rannsóknarstyrki að heildarupphæð 6,6 millj. kr. og tvö verkefni hljóta styrk til annarra verkefna að upphæð samtals 800.000 kr.

Listi yfir styrkþega er aðgengilegur hér.

Hlutverk Myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir undir Myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem menntamálaráðherra setur. Sérskipaðar matsnefndir meta umsóknir og gera tillögu að úthlutun.

Myndlistarráð er skipað:

Helga Þorgils Friðjónssyni, formanni myndlistarráðs, Hannesi Sigurðssyni f.h. listfræðifélagsins, Dagnýju Heiðdal f.h. Listasafns Íslands, Guðrúnu Erlu Geirsdóttur f.h. SÍM og Hlyni Helgasyni f.h. SÍM.

Úthlutunarnefndir voru tvær sem skiptu með sér umsóknum, þau skipa: Hlynur Helgason, Tinna Guðmundsdóttir og Logi Leó Gunnarsson og svo hinsvegar: Guðrún Erla Geirsdóttir, Aðalheiður Valgeirsdóttir og Sindri Leifsson.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur