Seinni úthlutun úr myndlistarsjóði 2021

28.11.2021

Myndlistarráð úthlutar 43 milljónum í styrki til 59 verkefna í seinni úthlutun sjóðsins. Sjóðnum bárust 163 umsóknir og sótt var um fyrir rúmum 141 milljónum.

Styrkir til sýningarverkefna eru 35 talsins að heildarupphæð 25 milljónir. Þar að auki veitir myndlistarráð 9 undirbúningsstyrki að heildarupphæð 5 milljónir og í flokki útgáfu- og rannsóknarstyrkja eru 15 verkefni sem hljóta styrki að heildarupphæð 12,3 milljónir króna.

Nálgast má lista yfir allar úthlutanir sjóðsins og nánari upplýsingar hér.

Myndlistarráð er skipað: Helga Þorgils Friðjónssyni, formanni myndlistarráðs, Dagnýju Heiðdal f.h. Listasafns Íslands, Hannesi Sigurðssyni f.h. listfræðifélagsins, Guðrúnu Erlu Geirsdóttur f.h. SÍM og Hlyni Helgasyni f.h. SÍM.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur