Staða starfsnema í Tallin laus til umsóknar

16.01.2025

Borderlands Poetics: Rewilding Tongues auglýsir lausa til umsóknar stöðu starfsnema við Prentþríæringinn í Tallin í tvo mánuði í vor. Auglýst er eftir aðstoðarmanneskju í framleiðslu. Staðan er ætluð fólki búsettu í Finnlandi, á Íslandi eða í Wales. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar. Umsóknir skulu sendar á opencall@cca.ee Nánari upplýsingar

Þetta er í 19. sinn sem prentþríæringurinn í Tallin í Eistlandi er haldinn. Borderland Poetics: Rewilding Tongues er þriggja ára samstarfsverkefni Myndlistarmiðstöðvar, the Estonian Centre for Contemporary Art í Eistlandi, Aine Art Museum í Finnlandi og Mostyn í Wales. Verkefninu er ætlað að efla samvinnu landanna fjögurra á sviði myndlistar og er styrkt af Norrænu menningargáttinni.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5