Sýningar í Hong Kong, Berlín, Brussel, Rivoli og Danmörku

15.11.2022
Exhibitions in Hong Kong, Berlin, Brussels, Rivoli and Copenhagen-BaldurHelgason

Nýlega opnaði Hreinn Friðfinnsson sýningu í Meessen De Clercq í Belgíu, Brussel. Sýningin ber titillinn About the Day and the Ray og er opin til 14. janúar á næsta ári.

Sýningin Surface of memory er nú til sýnis í Kaupmannahöfn nánar til tekið í North Atlantic House. Þetta er fyrsta einkasýning Hörpu Árnadóttur í Danmörk. Surface memory er sýningastýrð af H.K.Rannversson og samanstendur af völdum málverkum og teikningum úr feril Hörpu á síðustu 10 árum. Sýningin opnaði í lok september nýverið og stendur til 29 janúar á næsta ári.

Ólafur Elíasson opnaði einnig nýlega sýninguna Trembling Horizons í safnahúsi Castello di Rivoli á Ítalíu, sýningin stendur fram til næsta árs og er sýningastýrð af Marcella Beccaria.

Í Hong Kong opnaði WOAW Gallery á dögunum einkasýningu Baldur Helgasonar sem er kölluð ANTICS. Hún opnaði 9. nóvember síðastliðinn og lokar 9 desember næstkomandi.

Sigurður Guðjónsson hefur verk til sýnis á stórri samsýningu í Felleshus í Berlín. Sýningin ber titillinn Luondu Luonddus – As Part of Nature, We Are Nature. Verkið Enigma frá árinu 2019 eftir Sigurð er á sýningunni.

Ef að þú ert staðsettur í þessum borgum, eða hyggst heimsækja, þá ættiru endilega að gera þér leið og athuga á þessum sýningum sem hafa þær allar sameiginlegt að vera með verk eftir íslenska listamenn til sýnis.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5