Sýningar í New York, Berlín, Riga og Vín

15.09.2022
Exhibitions in New York, Berlin, Riga and Vienna-HuldaVilhjalms

Dagana 11.-24. september taka nokkrir íslenskir listamenn þátt í samsýningunni „Tectonic Threads“ í Mana Contemporary, 888 Newark Avenue, New York. Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru: Sigi Ahl, Fanny Allié, Elodie Blanchard, Hildur Bjarnadottir, Joy Curtis, Ingunn Fjola Ingthorsdottir, Ragna Froda, Asta Gudmundsdottir, Ragnheidur Gudmundsdottir, Heidi Hankaniemi, Elana Herzog, Victoria Manganiello, Luam Melake, Jessie Mordine Young, Maria Elena Pombo, Courtney Puckett, Anna Thora Karlsdottir, Thuridur Ros Sigurthorsdottir, Shoplifter, Janis Stemmermann, Thorbjorg Thordardottir. Nánar: https://www.textilemonth.nyc/calendar-2022-nytm/tectonic-threads

 

Í Berlín opnar Anna Júlía Friðbjörnsdóttir sýningu í Gallery Guðmundsdóttir. Sýningin ber titilinn „Last Season“ og opnar 15. september. Síðasti sýningardagur er 22. október. Nánar: https://www.gallerygudmundsdottir.com/

 

Föstudaginn 16. september opnar Bjargey Ólafsdóttir sýningu í Riga sem nefnist „Rófurass. The Dog Within“ í ISSP Gallery. Sýningin stendur til 3. nóvember. Nánar: issp.lv/en/gallery/bjargey-olafsdottir-rofurass

 

Í Vín opna listamennirnir Hjörtur M Skúlason og Hulda Vilhjálmsdóttir sýningunna „Sjávarmál“ í Rut´s Gallery, Mittersteig 13. Opnunin er laugardaginn 17 september. Nánar: www.hjorturskulason.com / www.huldavil.com

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur