Una Björg Magnúsdóttir til Künstlerhaus Bethanien

28.09.2022
Una Björg Magnúsdóttir portrett

Una Björg Magnúsdóttir hefur verið valin úr hópi umsækjenda til árs vinnustofudvalar á vegum Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar við Künstlerhaus Bethanien í Berlín. Dvölin stendur frá vori 2023-2024. Vinnustofudvöldin veitir listamönnum sem þar dvelja aðgengi að öflugu, alþjóðlegu tengslaneti; sýningarstjórum, safnafólki, blaðamönnum og öðrum sem starfa innan geirans. Auk þess heldur stofnunin utan um sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir listamennina sem þar dvelja. Á meðan vinnustofudvöl stendur heldur hver listamaður einkasýningu á vegum Künstlerhaus Bethanien.

Una Björg Kunstlerhaus Bethanien

Una Björg Magnúsdóttir: Vanishing Crowd, 2021

Una Björg er fædd árið 1990 og starfar í Reykjavík. Hún nam myndlist við Listaháskóla Íslands og stundaði framhaldsnám við ÉCAL í Sviss þaðan sem hún útskrifaðist 2018. Una Björg vinnur aðallega með skúlptúr. Hið ofurkunnuglega birtis oft í verkum hennar, gjarnan sem skúlptúrískar sviðsmyndir sem líkja eftir raunveruleikanum með augljósu gervi. Þannig endurgerir hún fábrotinn hverdagsleikann með óvæntum munum, hljóðum, myndum og ilmum.

Dvölin er fjármögnuð af Menningar- og viðskiptaráðuneytinu og Viljandi, minningarsjóði. Áður hafa Styrmir Örn Guðmundsson Elín Hansdóttir og nú síðast Anna Júlía Friðbjörnsdóttir dvalið á vegum verkefnisins í Künstlerhaus Bethanien.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur