Valferli fyrir Feneyjatvíæringinn 2026

23.04.2024
Arsenale

Stjórn Myndlistarmiðstöðvar hefur lagt línurnar varðandi val á næsta fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist sem haldinn verður 2026.

 Að þessu sinni verður kallað eftir tilnefningum frá fagfólki og hópum á sviði myndlistar, þ.e. félögum í fulltrúaráði Myndlistarmiðstöðvar og nokkrum öðrum samtökum að auki til að freista þess að fá inn fjölbreyttar tillögur.

Hver aðili getur sent inn allt að 10 tilnefningar. Ætlast er til að þau sem tilnefna ræði við sitt bakland um tilnefningarnar. Hægt er að tilnefna listamenn, listahópa, sýningarstjóra eða koma með sýningahugmyndir. Ekki er verið að leita að tillögum að fullbúnu listaverki fyrir Feneyjatvíæringinn á þessu stigi. 

Stjórn Myndlistarmiðstöðvar fer yfir tillögurnar og velur 7 – 10 tillögur í úrtak til nánari skoðunar. En það getur falið í sér vinnustofuheimsóknir, fundi og ítarlegri skoðun. Endanleg ákvörðun verður í höndum fagráðs Myndlistarmiðstöðvar sem býður með sér tveimur erlendum gestum með þekkingu á íslensku myndlistarlífi og alþjóðlega þekkingu og tengsl.

Stjórn miðstöðvarinnar skipa:

Elísabet Gunnarsdóttir, formaður

Ingibjörg Sigurjónsdóttir

Margrét Áskelsdóttir

Pétur Thomsen 

Örn Alexander Ámundason

Fagráð miðstöðvarinnar skipa:

Elísabet Gunnarsdóttir

Pétur Thomsen

Auður Jörundsdóttir

 

Í fulltrúaráði miðstöðvarinnar eiga sæti eftirtaldir aðilar:

Einn fulltrúa hver:

Viðurkennd söfn á sviði myndlistar

Listfræðafélagið

Samtök listamannarekinna myndlistarrýma

Utanríkisráðuneyti

Íslandsstofa

Myndstef

Að auki á Samband íslenskra myndlistarmanna fimm fulltrúa. 

 

Auk þess er eftirtöldum aðilum boðið að senda inn tillögur:

AIVAG (Artists' in Iceland Visa Action Group)

Félag sýningastjóra á Íslandi

Listvinnzlan

LungA Skólinn

Myndlistardeild Listaháskóla Íslands

Norræna húsið

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5