Vinnustofuheimsókn: Una Björg Magnúsdóttir 

12.02.2024

Una Björg Magnúsdóttir sýnir okkur hina hliðina á peningnum á vinnustofu sinni í Künstlerhaus Bethanien. Una hlaut árs vinnustofudvöl á vegum Myndlistarmiðstöðvar við Künstlerhaus Bethanien í Berlín og opnar þar sýningu í apríl.

Una Björg Magnúsdóttir - Künstlerhaus Bethanien

Frá því í byrjun maí hefur Una Björg Magnúsdóttir dvalið í Künstlerhaus Bethanien á vegum Myndlistarmiðstöðvar. Á meðan á dvölinni stendur hefur Una aðgang að öflugu alþjóðlegu tengslaneti, en þangað koma reglulega í heimsókn sýningarstjórar, safnafólk, blaðamenn, galleríistar og aðrir sem starfa á sviðinu. Á meðan dvölinni stendur hefur Una unnið að einkasýningu sinni á Íslandi Svikull silfurljómi fyrir Listasafn ASÍ. Í apríl opnar Una svo einkasýningu í Künstlerhaus Bethanien.

Um sýninguna segir Una:

“Sýningin mun skoða hvernig eftirlíkingar spegla fyrirmyndir sínar og velta upp tilgangi þeirra. Við getum skoðað það á grundvelli samkenndar, eftirlíkingar, tvífara, eða rætt um eiginleika felulita - getu þeirra til að hylja eða sýna eftir hentugsemi. Einhversstaðar mætir maður vonandi kjarna, þótt erfitt geti reynst. Til að mynda er enn tekist á um hvað gerist ef kameljón er sett á yfirborð spegils - mun skinn dýrsins taka að flökta í óvissu eða mun það sýna okkur sitt rétta sjálf? Á sýningunni verða bæði skúlptúrverk og myndverk. Sum verkin fela sig í augsýn áhorfandans með því að ganga að mörkum hins tvívíða og þrívíða og skapa þannig sjónhverfingu um hvað er í raun og veru í rýminu.”

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5