Hvatningarverðlaun 2019: Leifur Ýmir Eyjólfsson

Leifur Ýmir Eyjólfsson hlaut Hvatningarverðlaun ársins fyrir sýninguna Handrit í D-sal, Listasafni Reykjavíkur.
Leifur Ýmir útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2013 og hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Hann er einn af listamannateyminu Prent & vinir sem hefur verið sýnilegt í íslensku listalífi undanfarin misseri.