Hvatningarverðlaun: Lucky 3

Verðlaunin hljóta Lucky 3 fyrir gjörninginn PUTI sem var á dagskrá Sequences X listahátíðarinnar haustið 2021.

Lucky 3 Íslensku myndlistarverðlaunin 2022 Photo: Owen Fiene

Í umsögn dómnefndar kemur fram:

„Verðlaunin hljóta Lucky 3 fyrir gjörninginn PUTI sem var á dagskrá Sequences X listahátíðarinnar haustið 2021. Verkinu er lýst sem félagslegri kóreógrafíu sem endurspeglar veruleika kynþáttahlutverka og stigveldi valds í samfélaginu. Hópurinn samanstendur af þremur listamönnum sem rekja uppruna sinn til Filippseyja; þeim Dýrfinnu Benitu Basalan, Darren Mark og Melanie Ubaldo. Þegar þau vinna saman nýta þau arfleifð sína og þann stöðuga menningarlega árekstur sem einkennir líf þeirra. Þau stofnuðu hópinn árið 2019 í aðdraganda fyrstu sýningar þeirra í Kling og Bang, Lucky me? „

„Puti þýðir hvítt. Í gjörningi sínum, sem fram fór í listamannarekna rýminu OPEN á Grandagarði, klæddist listafólkið hvítum fatnaði og setti sig í hlutverk ræstingafólks. Margir Filippseyingar á Íslandi vinna við þrif og hefur ræstingastarfið vissan innflytjendastimpil á sér. Lucky 3 gerðu í því að ögra óskrifuðum samskiptareglum sem gilda um ræstingafólk, fólk sem samfélagið getur ekki verið án en á helst ekki að taka pláss á vinnustað sínum. Fólk sem á hvorki að sjást né heyrast og tilheyrir oft í raun ekki starfsmannahópnum. Þau gengu í humátt á eftir fólki og skúruðu slóð þess. Þau höfðu séð fyrir sér að laga viðmót sitt gagnvart sýningargestum að húðlit gestanna og vera notaleg við þá sem hafa brúnan húðlit en fjandsamleg við hvíta. Þetta gekk illa upp því að flestir gestir voru hvítir og endurspeglar það kannski hversu einsleitur sá hópur er sem sækir myndlistarviðburði á Íslandi. Gjörningur þeirra var ögrandi og ágengur og lét engan sem upplifði hann ósnortinn.“

Islensku myndlistarverdlaunin 2022 - Lucky 3 - Visistasiur Ljósmynd: Margrét Seema Takyar

Lucky 3: Dýrfinna Benita Basalan, Darren Mark og Melanie Ubaldo. Ljósmynd: Margrét Seema Takyar.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur