Íslensku myndlistarverðlaunin 2018
Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, afhenti Íslensku myndlistarverðlaunin í fyrsta skipti í Listasafni Reykjavíkur fimmtudaginn 22. febrúar 2018.
Útgáfa 2018
Það er sönn ánægja og heiður að fá að taka þátt í þeirri hátíðar- og gleðistund þegar Íslensku myndlistarverðlaunin eru veitt í fyrsta skipti. Þeim er ætlað að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar hér á landi auk þess að stuðla að kynningu á okkar myndlistarfólki og styðja við listsköpun þess. Ég vona verðlaunin verði bæði virðingarvottur við okkar ágætu myndlistarmenn og hylling til þeirra.