Myndlist á Íslandi 4. tbl. 2024
Efnisyfirlit
Áttamiðun eftir Jayne Wilkinson
Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir þegar ég dvaldi í Reykjavík var breytileiki birtunnar. Hún er aldrei eins og það kom mér á óvart hvernig hún breytist dag frá degi, jafnvel þegar skýjað er. Sólin kom aldrei upp eða settist á sama stað. Stundum var eins og hún hringsólaði bara yfir höfði mér. Mér fannst æ erfiðara að átta mig á því hvað tímanum leið.