Myndlistarmaður ársins 2024: Amanda Riffo

Amanda Riffo (f. 1977) hlaut verðlaunin myndlistarmaður ársins 2024 fyrir sýninguna House of Purkinje í Nýlistasafninu.

Amanda Riffo (f. 1977) er verðlaunuð sem myndlistarmaður ársins 2024 fyrir sýninguna House of Purkinje í Nýlistasafninu. Amanda er frönsk-sílesk myndlistarkona sem hefur verið búsett í Reykjavík frá árinu 2012. Hún útskrifaðist frá École nationale supérieure des beaux-arts árið 2002 með MA-gráðu í myndlist. Verk hennar hafa verið sýnd í Evrópu, Suður-Ameríku og Japan, þar sem hún dvaldi í vinnustofu listamanna árin 2012 og 2013. Amanda hefur síðan þá verið virkur þátttakandi í íslensku listalífi og hafa einkasýningar hennar verið haldnar í listamannarekna sýningarrýminu Open í Reykjavík, 2018, og í Skaftfelli á Seyðisfirði, 2019, auk þess sem verk hennar hafa verið sýnd á samsýningum, þeirra á meðal á myndlistartvíæringnum Sequences XI í Reykjavík, 2019. Á sýningu sinni House of Purkinje, samstillir Amanda ólíkar frásagnir á afar snjallan hátt, allt frá þekkingarfræði (kenningum um skynjun) og ljósfræði, í gegnum eigin reynslu sína af listtengdu bútasaums-hagkerfi til gagnrýnnar skynjunar á samtímalistinni og gangverki þess. Sýning Amöndu endurspeglar ekki aðeins hæfileika hennar til að sameina ólíka þætti í hluti sem eiga sér líkingu eða samsvaranir en eru í senn brenglaðir, heldur er öll sýningin einnig afbökun – sýning á martröð allra listamanna; að geta ekki klárað að setja upp listsýningar sínar á réttum tíma.

AMANDA RIFFO_HOUSE OF PURKINJE_Claudia-Hausfeld_2.jpeg

Amanda Riffo, House of Purkinje, 2023, í Nýlistasafninu. Ljósmynd: Claudia Hausfeld

Amanda Riffo, House of Purkinje, 2023, í Nýlistasafninu. Ljósmynd: Claudia Hausfeld

Amanda Riffo: House of Purkinje, 2023. Ljósm. Claudia Hausfeld

Amanda Riffo, House of Purkinje, 2023, í Nýlistasafninu. Ljósmynd: Claudia Hausfeld

Það er sérstaklega verðugt að gefa gaum að kímninni í verkum Amöndu, sem fær þau sem starfa við listirnar til að tárast af hlátri, ásamt áhrifaríkri útfærslu hennar á öllum þáttum sýningarinnar, þar sem hún sviðsetur á sannfærandi hátt hina ófullgerðu myndlistarsýningu.

Það er mat dómnefndar að House of Purkinje sé einstaklega áhugaverð sýning sem virðist í upphafi vera hlé á uppsetningarferli sýningar á meðan hvert smáatriði í glundroða slíkra ferla er listaverk, sem endurspeglar á snjallan hátt vinnusiðferði innan listheimsins og skapar breyttan veruleika þar sem hver hlutur er sviðsett útgáfa af sjálfum sér, rétt eins og á kvikmyndasetti.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5