Reglur um dómnefnd Íslensku myndlistarverðlaunanna

Að dómnefnd Íslensku myndlistarverðlaunanna standa Myndlistarráð, Listaháskóli Íslands, Listfræðafélag Íslands, safnstjórar íslenskra listasafna og Samband íslenskra myndlistarmanna.

Íslensku myndlistarverðlaunin 2019 - athöfn

1.gr

Að dómnefnd Íslensku myndlistarverðlaunanna standa Myndlistarráð, Listaháskóli Íslands, Listfræðafélag Íslands, safnstjórar íslenskra listasafna og Samband íslenskra myndlistarmanna.

2.gr

Stjórnendur þeirra stofnana sem að dómnefnd standa tilnefna tvo fulltrúa til setu í dómnefnd. Leitast skal við að tilnefna fulltrúa með víðtæka þekkingu á sviði íslenskrar myndlistar. Myndlistarmiðstöð heldur utan um framkvæmd Íslensku myndlistarverðlaunanna fyrir hönd Myndlistarráðs og setur saman dómnefnd úr innsendum tilnefningum þeirra fagfélaga sem að henni standa. Val á dómnefnd skal hafa hliðsjón af hæfisskilyrðum stjórnsýslulaga 37.1993.

3.gr

Dómnefnd er skipuð í byrjun árs og situr í eitt ár í senn. Leynt skal fara með hverjir sitja í dómnefnd og nöfn nefndaraðila ekki gerð opinber fyrr en á afhendingu verðlaunanna. Meðlimir dómnefndar skulu gæta fyllsta trúnaðar um hlutverk sitt sem og annarra sem í nefndinni sitja. Allt sem fram fer og sagt er á fundum dómnefndar er trúnaðarmál, einnig eftir að störfum nefndarinnar hefur lokið.

4.gr

Dómnefnd skal skipuð einstaklingum af ólíkum kynjum og gæta skal jafnræðis við skipan fulltrúa.

5.gr

Formaður dómnefndar er formaður Myndlistarráðs.

6.gr

Ætlast er til að meðlimir dómnefndar sæki megnið af sýningum myndlistarársins og fari yfir þær með hlutverk sitt í huga.

7.gr

Verðlaunin eru veitt í tveimur flokkum; Myndlistarmaður ársins og Hvatningarverðlaun ársins.

Einnig eru veittar viðkenningar fyrir: Áhugaverðustu samsýninguna, Áhugaverðasta endurlitið og Viðurkenning fyrir útgefið efni.

Hver meðlimur dómnefndar leggur einnig til tvær eða fleiri tilnefningar í hverjum flokki fyrir sig. Til hliðsjónar leggur dómnefnd mat á innsendar tillögur til Íslensku myndlistarverðlaunanna. Dómnefnd skilar af sér forvalslista tilnefndra myndlistarmanna sem telja skal fjóra myndlistarmenn í flokknum Myndlistarmaður ársins og þrjá myndlistarmenn í flokknum Hvatningarverðlaun ársins.

Forvalslistar, ásamt umsögnum skulu liggja fyrir eigi síðar en þremur vikum fyrir afhendingu verðlaunanna. Nöfn sigurvegara í hvorum flokki skulu liggja fyrir á sama tíma.

8.gr

Ef til ágreinings kemur um val á Myndlistarmanni ársins og Hvatningarverðlauna ársins skal dómnefnd ganga til atkvæða og ræður þá meirihluti atkvæða valinu.

Uppfært 9. maí 2023

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5