Sabeth Buchmann

Fyrsti gestur ársins 2024 í fyrirlestraröðinni Umræðuþræðir var Dr. Sabeth Buchmann,  prófessor í nútíma- og póstmódernískri listasögu við Listaháskólann í Vínarborg. 

Fyrirlesturinn fór fram í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi fimmtudaginn 29. febrúar 2024.

Fyrsti gestur ársins 2024 í fyrirlestraröðinni Umræðuþræðir var Dr. Sabeth Buchmann,  prófessor í nútíma- og póstmódernískri listasögu við Listaháskólann í Vínarborg.  Erindi hennar bar yfirskriftina Innviðir til reynslu. 

Eftir að myndlist og sviðslistir sneru sér að þjóðfræðilegum rannsóknum á stað og samhengi á tíunda áratugnum, var listferlið sett fram og er ennþá sett fram eins og æfingaverkefni, leikhúsæfing, vísindatilraun og/eða prófun í tilraunastofu. Í fyrirlestrinum er ætlunin að skoða útvíkkað svið listamanna, sýningarstjóra, aktívista og rithöfunda, sem deila áhuga á tilraunakenndum aðferðum þegar kemur að sameiginlegri þekkingarframleiðslu – aðferð, sem beinir athyglinni að ákveðnum stöðum með því að skoða hvernig menningarstofnanir virka gagnvart og eiga samskiptum við ákveðna hópa samfélagsins. Þeirri spurningu verður varpað fram hvernig ó/efniskenndir innviðir samskipta og upplýsinga, ferðalög og flutningar verða hluti af fagurfræðilegu ferli. 

Sabeth Buchmann (Berlín/Vín) hefur frá árinu 2004 verið prófessor í sögu nútímalistar og póstmódernískrar listar við Academy of Fine Arts í Vín. Hún er yfirmaður Institute for Art and Cultural Studies, og var áður aðstoðarstjórnandi Austrian Ludwig Foundation for Art and Science 2018-2023; ritstjóri PoLyPen, bókaflokks um listgagnrýni og stjórnmálafræði hjá b_books í Berlín og í stjórn listtímaritsins Texte zur Kunst og European Kunsthalle. Buchmann er höfundur bókarinnar Kunst als Infrastruktur (2023) og meðritstjóri bókanna Broken Relations: Infrastructure, Aesthetic, and Critique (2022), Die Stimme als Voice & Vote. Festschrift für Diedrich Diederichsen (2018) og Putting Rehearsals to the Test. Practices of Rehearsal in Fine Arts, Film. Theater, Theory, and Politics (2016). Hún hefur áður sent frá sér eftirfarandi rit sem höfundur og meðritstjóri: Ästhetik des Postfordismus (2015); Textile Theorien der Moderne. Alois Riegl in der Kunstkritik (2015); Hélio Oiticica & Neville D’Almeida: Experiments in Cosmococa (2013), Film, Avantgarde und Biopolitik (2009); Denken gegen das Denken – Produktion, Technologie, Subjektivität bei Sol LeWitt, Yvonne Rainer und Hélio Oiticica (2007); Art After Conceptual Art (2006). Þá er hún stofnmeðlimur í listamannahópnum Minimal Club (1984-1999) og einn stofnanda list- og fræðitímaritsins A.N.Y.P (1989-1999).

Umræðuþræðir er samstarfsverkefni Myndlistarmiðstöðvar, Listasafns Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5