Harpa

Harpa er heimili Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslensku óperunnar og Stórsveitar Reykjavíkur, sem halda reglulega tónleika í Hörpu allt árið um kring. Jazzklúbburinn Múlinn á einnig heimilisfestu í Hörpu sem og Sígildir sunnudagar sem staðið hafa fyrir vikulegum tónleikum.