Safnasafnið

Safnasafnið, höfuðsafn íslenskrar alþýðulistar, var stofnað 17. febrúar árið 1995, af hjónunum Níelsi Hafstein myndlistarmanni og Magnhildi Sigurðardóttur geðhjúkrunarfræðingi. Hafa þau byggt upp myndarlega sýningaraðstöðu sem samanstendur af gamla barnaskólanum, sem jafnframt var þinghús Svalbarðshrepps, og kaupfélagshúsinu Gömlu-Búð sem reist var árið 1900 á Svalbarðseyri en flutt á safnlóðina 2006 og endurgert. Voru þessi tvö virðulegu hús síðan tengd saman með glæsilegri viðbyggingu og safnið opnað í núverandi mynd 2007 með 10 misstórum sölum og alls 474 fermetra sýningarrými. Stofnendum Safnasafnsins hefur á tveimur áratugum tekist það sem ólíklegt þótti, að færa alþýðulistina af jaðrinum inn að miðju og lokka jafnframt skólaða nútímalistamenn til heilladrjúgs samstarfs.

Staðsetning:

Svalbarðsströnd, 601 Akureyri

Vefsíða:

Merki:

Safn

Opnunartímar:

6. maí - 10. sep. Opið daglega: 10:00 – 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur