Af hverju er Ísland svona fátækt?

Sæmundur Þór Helgason, Ásta Ólafsdóttir, Bjarki Bragason, Daði Guðbjörnsson, Erling T.V. Klingenberg, Geoffrey Hendricks, G. Erla, Hildur Hákonardóttir, Íris Elfa Friðriksdóttir, John Cage, Niels Hafstein, Rúna Þorkelsdóttir, Snorri Ásmundsson, Steingrímur Eyfjörð, Wiola Ujazdowska

Nylistasafnid Af hverju er Ísland svona fátækt

„Af hverju er Ísland svona fátækt?” spyr listamaðurinn Sæmundur Þór Helgason í nýrri sýningu á samnefndu verki sem myndar samtal við verk úr safneign Nýlistasafnsins.Í aðdraganda jóla voru viðskiptavinir Kringlunar spurðir út í fátækt á Íslandi. Í verki Sæmundar eru svörum viðmælenda skipt yfir á nokkra flatskjái sem marka einnig kaflaskil á sýningunni sem samræmist hverri spurningu — Hvað er fátækt? Er fátækt á Íslandi? Hvers vegna (ekki)? Hvernig getur Ísland risið upp úr fátækt?

Viðtölin minna á fréttaflutning RÚV á málefnum líðandi stundar þar sem almenningur í landinu er tekinn tali. Viðmælendurnir sem valdir eru af handahófi, gera stutt hlé á jóla innkaupunum til að leggja orð í belg. Gangar Kringlunnar eru hátíðlega skreyttir og sjá um að viðhalda stöðugum straumi varnings og verslunar. Viðtöl Sæmundar virka sem inngrip í þetta flæði og um stund verður til vettvangur þar sem almanna álit á hagkefi landsins er kannað út frá einstaklingum. Sú fegraða ímynd sem Ísland kynnir gjarnan út á við er dregin í efa með því að varpa ljósi á ólíkar upplifanir mismunandi fólks í landinu og veita mótsagnakenndum skoðunum og raunverulegum vandamálum hversdagsins vægi. Til verður einskonar félagslegt raunsæi sem er frábrugðið þeirri snyrtilegu ímynd af landinu sem stofnanir líkt og ferðamálastofa viðhalda.

Fagurfræði sýningarinnar er innblásin af grafísku auðkenni matvöruverslunarinnar Bónus sem upphaflega var stofnuð til að tryggja viðskiptavinum sínum lægsta mögulega matvöruverð á Íslandi.Á sýningunni er fjallað um fátækt sem áhyggjuefni íslensku þjóðarinnar en einnig út frá lifaðri reynslu einstaklinga. Ásamt verki Sæmundar eru til sýnis verk úr safneign Nýlistasafnsins sem hafa verið gaumgæfilega valin út frá þeim svörum sem fengust í viðtölunum. Á sýningunni eru þau skoðuð út frá hugmyndum um auð og misskiptingu hans í samtíma samfélagi. Verkin eru til marks um að málefnið eigi sér djúpar rætur í þjóðarsálinni þrátt fyrir að ímyndarsköpun landsins kunni að gefa annað í skyn.

Listamenn: Sæmundur Þór Helgason, Ásta Ólafsdóttir, Bjarki Bragason, Daði Guðbjörnsson, Erling T.V. Klingenberg, Geoffrey Hendricks, G. Erla, Hildur Hákonardóttir, Íris Elfa Friðriksdóttir, John Cage, Niels Hafstein, Rúna Þorkelsdóttir, Snorri Ásmundsson, Steingrímur Eyfjörð, Wiola Ujazdowska

Sýningarstjóri: Odda Júlía Snorradóttir

Dagsetning:

19.01.2024 – 03.03.2024

Staðsetning:

Nýlistasafnið

Marshall House, Grandagarði 20, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mið – sun: 12:00 – 18:00

Fimmtudagurinn langi opið til kl. 21:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur