Af svölunum

Oliver van den Berg

Af svölunum, Oliver van den Berg

Oliver van den Berg hefur getið sér góðan orðstír með skúlptúrum og innsetningum byggðum á tæknilegum tólum, s.s. flugritum, stjörnuvörpum, myndavélum og hljóðnemum. Saga tækninnar á tuttugustu öld, sem og dægurmenning nútímans og spurningar er varða félagslega raunhæfa samgöngumáta, eru þættir sem koma fram í verkum hans sem hornsteinar félagslegrar samheldni. 

Þó að þessi verk virðist innihalda eftirlíkingar af raunverulegum hlutum, eru þeir raunar gerviblendingar sem flakka á milli þess upprunalega og eftirlíkingarinnar. Það er ekki fyrr en endurgerðin er ígrunduð sem við gerum okkur grein fyrir hversu kirfilega flækt við erum í slíka hluti; vensl sem við felum í skáldskap og frásögnum svo hægt sé að þykjast hafa vald yfir þeim. Í strípuðum einfaldleika sínum er þetta hins vegar ennþá hulin ráðgáta.  

Oliver van den Berg er frá Essen í Þýskalandi, en býr nú og starfar í Berlín. Fyrir þessa sýningu mun hann skapa sérsniðin verk fyrir svalirnar á Listasafninu.

Listamaður: Oliver van den Berg

Dagsetning:

31.08.2024 – 10.08.2025

Staðsetning:

Listasafnið á Akureyri

Kaupvangsstræti 8, 600 Akureyri, Iceland

Merki:

NorðurlandSýning

Opnunartímar:

júní-ágúst 10 — 17 alla daga

september-maí

12 — 17 alla daga

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5