Afbygging
Dýrfinna Benita Basalan, Geoffrey Hendricks

Á sýningunni mætast þau Dýrfinna Benita Basalan og Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams og fara á djúpið í margbreyttri reynslu sinni sem starfandi listafólk í Reykjavík. Hvort um sig hefur ekki aðeins verið vitni að heldur lagt hönd á plóg og mótað og tekið virkan þátt í að virkja, breyta og þróa menningarlandslagið hér í borg undanfarin ár. Verkin á Afbygging/Deconstruction vitna um ferðlag þeirra, úr villtri æsku til endurlits þroska og vits.
Listamenn: Dýrfinna Benita Basalan, Geoffrey Hendricks