Afsakið hlé

Hjalti Parelius

LG // Litla Gallerý - Hjalti Parelius 2025

Gömul ógn sem sofið hefur í 30 ár vaknar aftur.

Heimurinn horfir á meðan elliær gamalmenni og dæmdir glæpamenn spila refsiskák á taflborði heimsins.

Leikhús fáránleikans heldur áfram live á youtube þar sem ein öflugasta þjóð heims er orðin að raunveruleikasjónvarpi.

Sannleikur skiptir engu máli lengur. Gaslýsing er það sem koma skal. Úrkynjun feðraveldisins blasir við í allri sinni dýrð.

Sprengingarnar sem hér sjást minna okkur á hvað liggur á bakvið rauða takkann.

Ég hef alltaf dáðst en á sama tíma óttast sveppa-skýið sem slík vopn skilja eftir. Ég vona að ég sjái það aldrei í persónu.

Þegar trúðurinn tekur yfir hirðina verður hann ekki kóngur. Það er höllin sem breytist í sirkus.

Hjalti Parelius er fæddur árið 1979 í Reykjavík og stundaði listnám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og síðan við Danska hönnunarskólanum í Kaupmannahöfn með áherslu á grafíska hönnun.

Hjalti hefur lagt áherslu á klippimynd í olíu á striga en verkin á sýningunni hefur hann unnið að síðustu mánuði

Sérstök sýningaropnun verður fimmtudaginn 20. mars frá 18:00-21:00 og allir hjartanlega velkomnir!

Aðrir opnunartímar:

Fös. 21. mar 14:00 - 18:00

Lau. 22. mar 12:00 - 16:00

Sun. 23. mar 14:00 - 17:00

Þri. - fös 25.- 28. mar 14:00 - 17:00

Lau 29. mar 12:00 - 16:00

Sun 30. mar 14.00 - 17:00

Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd

Hafnarfjarðarbæjar.

Listamaður: Hjalti Parelius

Sýningarstjóri: Elvar Gunnarsson

Dagsetning:

20.03.2025 – 30.03.2025

Staðsetning:

LG // Litla Gallerý

Strandgata 19, 220 Hafnarfjörður, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningViðburður

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5