Alltof mikil náttúra

Þorgerður Jörundsdóttir

Þorgerður Jörundsdóttir

Sýningin „Alltof mikil náttúra“ er beint framhald sýningarinnar „Of mikil náttúra“ þar sem áfram er leitast við að fjalla um líffræðilega fjölbreytni náttúrunnar á tímum hamfarahlýnunar. Við sem tilheyrum mannkyninu viljum gjarnan gleyma því að við erum hluti þessarar tegundaflóru sem byggir þessa jörð. Við erum lífverur og háð umhverfinu rétt eins og allar aðrar lífverur. Áhrif okkar á náttúruna og allt umhverfið eru nú orðin slík að talað er um mannöld. Verkin á sýningunni eru bæði tvívíð myndverk og einnig þrívíð verk. Myndverkin eru annars vegar unnin með bleki en svo teiknað ofan í með tússi og hins vegar blýantsteikningar.Þorgerður Jörundsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1969 og stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og frönskunám í Université de Caen í Frakklandi. Hún lauk námi við skúlptúrdeild MHÍ 1999 og BA í heimspeki við Háskóla Íslands 1995.

Listamaður: Þorgerður Jörundsdóttir

Dagsetning:

29.06.2024 – 21.07.2024

Staðsetning:

Listasalur Mosfellsbæjar

Kjarni, Þverholt 2, 270 Mosfellsbær, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mánudagur09:00 - 18:00
Þriðjudagur09:00 - 18:00
Miðvikudagur09:00 - 18:00
Fimmtudagur09:00 - 18:00
Föstudagur09:00 - 18:00
Laugardagur12:00 - 16:00
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur