Án ramma

Melanie Ubaldo

Án ramma, Melanie Ubaldo

Sýningin Án ramma / Unframed opnar laugardaginn 12. apríl kl.16 í Listamönnum Gallerí. Á sýningunni gefur að líta ný verk eftir Melanie Ubaldo þar sem listamaðurinn á sinn hispurlausa hátt leggur til atlögu við málverkið. Melanie segir að verkin spanni langt tímabil en hvert verk sé einstakt. Lýsa má ferlinu sem langri íhugun; „Ég mála á strigann, jafnvel sulla og sletti eftir þvi sem innsæið segir til um. Ég horfi á strigann frekar sem skissu en fullklárað verk. Mér finnst felast mikið frelsi í því og geta svo rífið hann í sundur.“ Melanie raðar síðan strigabútum saman og saumar, þannig að fegurð og form hvers flatar fær að njóta sín. 

Melanie nefnir að listafræðin kenni okkur að ákveðnar reglur gildi um málverkið en það togist á um inni henni. „Ég vil í raun brjóta það upp og fara gegn því sem ætlast er til. T.d að geta snúið málverkinu við og leyft því að njóta sín á annari hlið. Líkt og þegar maður snýr flík við og sýnir saumana. Ég set mér þó alltaf ákveðið verklag, stundum verða tilviljanir og þó vilji ekki hafa fagurfræðina að leiðarljósi þá er ég nokkuð viss um að hún sé í undirmeðvitundinni.“

Melanie nefnir að ákveðinn óendaleiki felist í því að sauma verk saman því ólíkt ramma málverksins sé ekkert fyrirfram ákveðið. „Ég get haldið áfram að sauma ef mér finnst verkið ekki vera fullklárað,“ segir Melanie að lokum.

Listamaður: Melanie Ubaldo

Sýningarstjóri: Vala Pálsdóttir

Dagsetning:

12.04.2025 – 26.04.2025

Staðsetning:

Listamenn Gallerí

Skúlagata 32-34, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

Mánudagur09:00 - 18:00
Þriðjudagur09:00 - 18:00
Miðvikudagur09:00 - 18:00
Fimmtudagur09:00 - 18:00
Föstudagur09:00 - 18:00
Laugardagur12:00 - 16:00
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5