Augnablik - til baka

Sólveig Baldursdóttir

Sólveig Baldursdóttir: Augnablik – til baka

Sólveig Baldursdóttir nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1980-1982, og við skúlptúrdeild Det Fynske Kunstakademi í Danmörku þaðan sem hún útskrifaðist 1987. Hún flutti til Carrara á Ítalíu 1990 og vann þar að list sinni við Stúdio Niccoli næstu 4 árin. Sólveig rak vinnustofu á Akureyri 1995-2001 og vann að ýmsum útilistaverkum sem og sýningum hér heima og erlendis. Hún var bæjarlistamaður Akureyrar 1999 og hlaut starfslaun myndlistarmanna 2001. Sólveig hefur unnið fyrir ýmsar opinberar stofnanir, t.d. Útflutningsverðlaun forseta Íslands, Utanríkisráðuneytið og sjá má útilistaverk hennar víða um Ísland og einnig erlendis.  „Náttúran hefur alltaf verið mér og minni sköpun mikilvæg. Hún veitir öryggi og fótfestu í allri sinni mildi og fegurð, en er jafnframt óútreiknanleg  og vægðarlaus. Margar minningar skjóta upp kollinum þegar hendinni er strokið eftir steininum, hvort sem þær koma frá Danmörku við granítið eða Ítalíu með marmaranum. Sama forvitnin og ósk um samvinnu við steininn er ætíð til staðar áður en ég byrja á verki. Samtalið verður að taka í hljóði áður en hamarinn er reiddur til höggs. Þungi undirtónninn í steininum teygir sig í áttina að hinu fíngerða og smáa í náttúrunni, mosanum og baldursbránni sem vaxa óhindrað í gegnum skin og skúrir þangað til tíma þeirra er lokið.“ 

Listamaður: Sólveig Baldursdóttir

Dagsetning:

28.11.2024 – 16.02.2025

Staðsetning:

Listasafnið á Akureyri

Kaupvangsstræti 8, 600 Akureyri, Iceland

Merki:

NorðurlandSýning

Opnunartímar:

júní-ágúst 10 — 17 alla daga

september-maí

12 — 17 alla daga

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5