Berglind Ágústsdóttir fyrir Palestínu
Berglind Ágústsdóttir

Berglind Ágústsdóttir sýnir ný verk tileinkuð fólkinu í Palestínu á örsýningu í Limbói, tilraunarými Nýlistasafnsins. Berglind selur myndirnar á eigin vegum en allur ágóði rennur til neyðaraðstoðar fyrir fólkið á Gaza. Sýningin verður opin frá og með fimmtudeginum 5. september til sunnudagsins 8. september á opnunartímum safnsins.
Listamaður: Berglind Ágústsdóttir