Bogna Luiza Wiśniewska: bread summer

Bogna Luiza Wiśniewska

Bogna Luiza - bread summer

SÍM Residency, í samstarfi við Finnska menningarsjóðinn, kynnir bread summer: pop-up sýningu í SÍM salnum eftir Bognu Luizu Wiśniewsku, gestalistamann. Í tilefni af opnun sýningarinnar, föstudaginn 27. September kl. 18, er gestum boðið til borðs að gæða sér á ætum skúlptúrum. Sýningin stendur einungis út þessa helgi, til 29. september.

bread summer, fjallar um hina hljóðlátu fegurð tengsla—milli jarðvegs og brauðs, vina og augnablika, leirs og snertingar. Sýningin er afrakstur tíma varið í íslensku landslagi og endurspeglar hæglátt en ákveðið ferli: brauð bakað við jarðhita, mótað af þolinmæði og umhyggju og deilt í góðum félagsskap.

Bogna Luiza Wiśniewska (f.1988, Póllandi) er mjúkhjörtuð manneskja sem býr og starfar í Helsinki. Hún viðheldur listiðkun sem hlúir að notalegheitum og góðum félagsskap og að leiða fólk saman með málun, keramik, textíl, sýningargerð, innsetningu, eldamennsku, garðyrkju og gestrisni. Verk hennar kjarnast í umhyggju, góðvild, viðkvæmni, hinseginleika og að kanna þessa þætti með ýmsum miðlum.

Listamaður: Bogna Luiza Wiśniewska

Dagsetning:

27.09.2024 – 29.09.2024

Staðsetning:

SÍM Gallery

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

Mán – sun: 12:00 – 16:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5