Cargo art?
Þorgeir Ólason
Endurnýting - endurvinnsla – endurmótun endurröðun.
Þessi orð eiga við um öll verkin á sýningunni sem áttu sitt fyrra líf í formi flutningaumbúða og Toggi hefur valið að kalla Cargo art?.
Einnota, fjölnota, endurnota eru hugtök sem togast daglega á í okkur, ásamt hugmyndinni að „flokka“ sem neyðir okkur í hrað-neyslu umhverfi nútímans til þess að taka afstöðu til hlutanna; eyða þeim eða endurskapa þá, einhverskonar framhaldslíf. Efnið fær oft að stýra endanlegri útkomu og vinnslan sem er hröð, hrá og hættuleg en öguð þar sem sögð er saga með nýjum veruleika.
Toggi er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur. 1980-1982 lagði stund á módel teikningu við Myndlista- og handíðaskóli Íslands. Veturinn 1987-1988 var hann í Thorstedlund Kunsthøjskole í Frederikssund. Hann lauk síðan námi í skúlptúr frá Mynd- og handíðaskóla Íslands árið 1994 en á þeim tíma var hann einnig skiptinemi í Academie Minerva í Hollandi þar sem hann lagði stund á afsteypu tækni í bronsi.
Á námsárum sínum í MHÍ hafði hann tækifæri á því að vera í verknámi hjá Gesti Þorgrímssyni myndhöggvara við stein höggmyndir og einnig hjá Pétri Bjarnasyni myndhöggvara í málmsteypu og mótagerð. Toggi starfaði lengi sem leikmyndahönnuður í leikhúsi, auglýsingum og bíómyndum áður en hann fór að vinna með fólki, sem ráðgjafi.
Samhliða brauðstriti hefur Toggi alltaf fengist við listsköpun í einni eða annarri mynd og um mitt ár 2024 sneri Toggi sér síðan alfarið að myndlist og er þessi sýningin, Cargo art er hans fyrsta afsprengi af þeirri kúvendingu.
Sérstök sýningaropnun verður fimmtudaginn 6. febrúar frá 18:00-20:00 og allir hjartanlega velkomnir!
Aðrir opnunartímar:
Fös. 7. feb 16:00 - 22:00 (Safnanótt)
Lau. 8. feb 12:00 - 16:00
Sun. 9. feb 14:00 - 17:00
Þri. - fös 11.- 14. feb 14:00 - 17:00
Lau 15. feb 12:00 - 16:00
Sun 16. ágúst 14.00 - 17:00
Listamaður: Þorgeir Ólason
Sýningarstjóri: Elvar Gunnarsson