Cast of Mind
B. Ingrid Olson
Heitið „Cast of Mind“ lýsir hvernig skynjun manneskju gæti stafað af ákveðinni tilhneigingu, rótgrónum skoðunum eða tímabundnu hugarástandi. Í stuttu máli endurspeglar heitið hugmyndina um huglæga skynjun en orð þess gætu einnig ljóðrænt gefið í skyn að hugsun sé varanlega skjalfest. Að steypa í mót einhverju jafn breytilegu og hugsun er góð linsa til að virða fyrir sér sýningu sem býður upp á breytingar í sjálfri sér. Hvernig er hægt að skrá ummerki vitsmuna, ákvarðanatöku, minnis og eðlisávísunar? Að mati Olson eru ummerkin breytileg. Í Cast of Mind munu ný verk og þau sem fyrir eru sameinast með ýmsum hætti á árinu, þar sem aðferðir við sjón og sýnileika og eftirfarandi eru rannsakaðar: tvöföldun og speglun, kynlaus og kynjuð form, gagnverkun ljósmyndar og skúlptúrs og hvernig líkami listamannsins og hvers og eins áhorfanda tengist hinu smíðaða umhverfi. Verkunum verður raðað upp á nýtt og breytt endurtekið, til að ítreka tengingar og stöður á stað þar sem vinnu- og sýningarrými falla saman. Olson hefur valið að vinna með salina tvo í i8 Granda sem ólík en tengd rými, líkt og fortjald og svið, eða eins og umskiptin frá munni til maga. Galleríið við innganginn verður í líki formála, fyrstu kynni sem stilla væntingar og skynjun. Stór strúktúr sem líkist vinnuborði, titlaður Total Work (Cast of Mind), 2023, mun fylla út meirihluta gólfflatarins og skapa mjóan gangveg í kring. Þetta sambland borðs og skúlptúrs mun skipa varanlegan sess á meðan á sýningunni stendur, þar sem blasa við breytileg uppsetning listaverka auk bóka sem listamaðurinn hefur valið. Seinna rýmið, með hinu háa 7 metra lofti, verður aðalsvið fyrir athafnir. Íhlutun Olson mun ýmist draga fram eða draga úr dramatísku umfangi arkitektúrsins hvað vegghönnun, lýsingu og tímabundna strúktúra varðar sem hafa áhrif á upplifun rýmisins. Fyrsta umferðin, við opnun sýningarinnar, mun innihalda innsetningu með breyttum antík ljósastæðum, What I would be if I wasn’t what I am, I, I, e.d, sem verða hengd upp langt frá loftinu til að skapa annað falskt loft, sem skiptir hinu háa lofti gallerísins í tvennt. Með nálægu ljósi frá hinum lágu ljósastæðum, munu verkin á veggjum og gólfi koma og fara: með því að víxla, skjóta inn og fjara út. Eins og orð sem yfirgefur eina setningu og gengur inn í aðra—með örlítið breyttri merkingu og með nýjum tón í nýju samhengi—munu frumatriði, efni og tákn vera toguð og teygð, á meðan þau smjúga inn og út úr aðstæðum sínum. Heild verkanna mun breytast, ekki öll í einu, en með hreyfingu hvers verks á eigin hraða. Hinar mörgu umraðanir Cast of Mind munu skapa völundarhús nets hugsana sem sýna starf listamanns sem lifandi hlut, sem ekki á að gera stöðugt. B. Ingrid Olson (f. 1987) býr og starfar í Chicago. Einkasýningar hennar hafa verið haldnar í Carpenter Center for Visual Arts við Harvard University; Vienna Secession og Albright-Knox Art Gallery. Verk hennar hafa einnig birst í samsýningum í The Renaissance Society við University of Chicago. Olson hefur einnig tekið þátt í hópsýningum í Jeu de Paume; Museum of Contemporary Art Chicago; Institute of Contemporary Art, Los Angeles; Aspen Art Museum og The Museum of Modern Art, New York.
Listamaður: B. Ingrid Olson