Ekki gleyma að blómstra
Björg Bábó Sveinbjörnsdóttir
![Björg Bábó Sveinbjörnsdóttir Ekki gleyma að blómstra](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fmyndlistarmidstod.payload.is%2Fmedia%2Fbjorg-babo-sveinbjornsdottir-ekki-gleyma-ad-blomstra-2000x2754.jpg&w=2048&q=80)
"Af moldu ertu komin og að moldu skaltu aftur verða, en í millitíðinni ertu pottaplanta og það er alltaf eitthvað að. Sýningin er etnógrafía á mannflórunni hið ytra og hið innra sem leitast við að þroskast, blómstra og hámarka sig í samfélagi þar sem bestu útgáfur sjálfsins eru ákjósanlegar og alltaf rétt handan við hornið. Ekki gleyma að slökkva á hellunni og ekki gleyma að blómstra. Fyrir alla muni, reyndu að muna eftir því að vera."
Björg Bábó Sveinbjörnsdóttir starfar jöfnum höndum við listsköpun og kennslu. Hún er menntuð í hagnýtri menningarmiðlun, félags- og kynjafræði og er ein þeirra sem reka Hversdagssafnið á Ísafirði.
Listamaður: Björg Bábó Sveinbjörnsdóttir