Erlingur Jónsson
Erlingur Jónsson (19030-2022)

Erlingur fæddist í Móakoti á Vatnsleysuströnd, ólst upp lengst af í Hafnarfirði og flutti Keflavíkur þar sem hann starfaði sem kennari til fjölda ára. Erlingur einbeitti sér alla tíð að listsköpun meðfram kennslustörfum, hafði frumkvæði af því að stofna Baðstofuna, myndlistarskóla í Keflavík, og einnig vann hann lengi með Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara. Erlingur fór til Noregs á áttunda áratugnum til þess að mennta sig í myndlist, að loknu námi kenndi hann við framhaldsskóla í Osló og síðan við listadeild háskólans í Osló.
Árið 1991 var Erlingur fyrstur til þess að hljóta útnefninguna bæjarlistamaður Keflavíkur, nú Reykjanesbæjar, en stór hluti útilistaverka bæjarins eru eftir hann. Einnig eru skúlptúrar eftir Erling á opinberum stöðum í Noregi og Danmörku.
Listamaður: Erlingur Jónsson (19030-2022)