Feluleikur
Thomas Pausz

Feluleikur er vistfræðileg dæmisaga þar sem mörgum frásögnum vindur fram. Við rekumst á brot úr dagbók áhugadýralífsljósmyndara sem er villtur í Vatnsmýrinni, fugla sem gera sér hreiður í manngerðum byggingum, og aðdáanda Davids Attenborough. Thomas Pausz notar ljósmyndir, samklipp og hluti til að sýna erfiðið, löngunina og mistökin sem fylgja því að taka myndir af náttúrulífi: hann hefst handa við að gera sig ósýnilegan í náttúrunni og bregður sér í felubúning, bíður eftir varkárum fuglum, brasar við myndavélina en á það til að tapa fókusnum. Myndasafnið vísar í minningar eða drauma um annað landslag.
Listamaður: Thomas Pausz