Fyglingar
Ólöf Nordal

Ólöf Nordal sýnir bronsskúlptúra.
Ólöf Nordal (1961) hefur í verkum sínum unnið með menningararfinn, söguna og minni þjóðarinnar á gagnrýninn og greinandi hátt. Listrannsóknir hennar beinast að sjálfsmynd þjóðar á eftir-nýlendutímum, uppruna og endurspeglun þjóðsagnaminna í samtímanum og brotinu sem spegli inn í fortíðina. Ólöf nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk meistaraprófum frá Cranbrook Academy of Art í Michigan og frá höggmyndadeild Yale háskólans í Connecticut, BNA.
Listamaður: Ólöf Nordal