Geislaspinnar Magnúsar 2025

Magnús Helgason

Magnus Helgason

Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar 'Geislaspinnar Magnúsar 2025' með verkum eftir Magnús Helgason, föstudaginn 7. mars kl. 17-19.

Magnús Helgason heldur sig við sama heygarðshornið – alltaf að mála, en líka mikið í því að „ekkimála“. Ein hugmyndin á bak við fagurfræðina í verkunum er að mála sem minnst, að skilja lítið eftir af eigin pensilskrift. Hann reynir frekar að raða saman tilviljunum sem finnast á förnum vegi, að láta náttúruna sjá um að búa til listina. Hlutverk hans er að koma auga á hana og ramma hana inn. „Ég er kannski frekar innrammari en málari,“ segir hann.

Litirnir eru sterkir, eins og oft áður. Þeir hafa einslægan og barnslegan blæ – en Magnús segist vinna út frá einhvers konar frumheila, forðast að ritskoða sjálfan sig og eltir það sem honum finnst. „Ég laðast að sterkum litum, svona er þetta bara.“

Þróun verka hans er hæggeng en þó viðstöðulaus. Verkin eru afrakstur vinnu undanfarinna 16 mánaða, allt frá árinu 2023. „Ég er svo nálægt verkunum að ég skynja ekki þróunina fyrr en eftirá.“

Titill sýningarinnar „Geislaspinnar Magnúsar 2025“ vísar í þá orku sem birtist í verkunum. Sterkir litir skjótast yfir myndflötinn eins og geislaskot. Hann vildi gefa verkunum nútímalegan eða jafnvel framtíðarlegan blæ og notaðist óvenjulega mikið við laser-geisla-hallamál við það að raða þeim saman, til að tryggja nákvæmni. „Mér finnst líka felast einhver bjartsýni í þessum titli sem mér finnst gott að senda út í blöðruna.“


Magnús Helgason (f. 1977) útskrifaðist frá Listaháskólanum AKI í Hollandi 2001 og hefur síðan helgað sig tilraunakenndri kvikmyndalist, málaralist og innsetningarlist. Magnús notar fundinn efnivið sem hann umbreytir ýmist í tvívíð málverk eða þrívíðar innsetningar. Hann tekur hluti og efni, ýmist sem náttúran hefur veðrað eða maðurinn skapað í öðrum tilgangi og raðar saman í nýja heild. Myndlist hans á ekki að þarfnast útskýringa. Helst eiga verkin að fara framhjá heilanum og hitta áhorfandann beint í hjartað. Magnús býr og starfar á Akureyr

Listamaður: Magnús Helgason

Dagsetning:

07.03.2025 – 29.03.2025

Staðsetning:

Listval

Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

MánudagurLokað
ÞriðjudagurLokað
MiðvikudagurLokað
Fimmtudagur13:00 - 17:00
Föstudagur13:00 - 17:00
Laugardagur13:00 - 16:00
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5