Gluggi í Reykjavík
Ásgrímur Jónsson

Sýningin Gluggi í Reykjavík samanstendur af úrvali verka eftir Ásgrím Jónsson sem eiga það sameiginlegt að tengjast nærumhverfi listamannsins í Reykjavík. Verkin eru úr safneign Listasafns Íslands en Ásgrímur ánafnaði íslensku þjóðinni öll listaverk sín ásamt húseign sinni að Bergstaðastræti 74 í Reykjavík.
Listamaður: Ásgrímur Jónsson
Sýningarstjórar: Guðrún Jóna Halldórsdóttir, Ragnheiður Vignisdóttir