Gróðurhula
Þórunn Bára Björnsdóttir

Titill sýningarinnar vísar í þessu samhengi í landnemaplöntur sem festa rætur í hrjóstugri jörð. Þær styrkja vistkeðjuna og greiða götu fjölbreyttra lífvera. Þegar gróðurhula myndast heldur hún raka og næringu að plöntum og varnar hitasveiflum þannig að líf eigi möguleika á að dafna. Verkin á þessari sýningu eru ný akrílmálverk máluð með tilvísun til náttúru Íslands, aðallega á Surtsey. Við lifum á tíma hraða og áreitis. Þá er gott að staldra við og vinna úr því sem fyrir augu ber.
Þórunn Bára Björnsdóttir hefur haft listsköpun að aðalstarfi í tvo áratugi og sýnt víða. Hún lauk námi við Listaháskólann í Edinborg (BAhon) og einnig við Wesleyan háskólann í Connecticut, BNA (MALS). Þetta er fyrsta einkasýning Þórunnar Báru í Listasal Mosfellsbæjar.
Listamaður: Þórunn Bára Björnsdóttir