Gróðurhula

Þórunn Bára Björnsdóttir

Gróðurhula

Titill sýningarinnar vísar í þessu samhengi í landnemaplöntur sem festa rætur í hrjóstugri jörð. Þær styrkja vistkeðjuna og greiða götu fjölbreyttra lífvera. Þegar gróðurhula myndast heldur hún raka og næringu að plöntum og varnar hitasveiflum þannig að líf eigi möguleika á að dafna. Verkin á þessari sýningu eru ný akrílmálverk máluð með tilvísun til náttúru Íslands, aðallega á Surtsey. Við lifum á tíma hraða og áreitis. Þá er gott að staldra við og vinna úr því sem fyrir augu ber.

Þórunn Bára Björnsdóttir hefur haft listsköpun að aðalstarfi í tvo áratugi og sýnt víða. Hún lauk námi við Listaháskólann í Edinborg (BAhon) og einnig við Wesleyan háskólann í Connecticut, BNA (MALS). Þetta er fyrsta einkasýning Þórunnar Báru í Listasal Mosfellsbæjar.

 

Listamaður: Þórunn Bára Björnsdóttir

Dagsetning:

16.03.2024 – 12.04.2024

Staðsetning:

Listasalur Mosfellsbæjar

Kjarni, Þverholt 2, 270 Mosfellsbær, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Sjá vefsíðu

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur