Hallgrímur Árnason | Ró & Æði

Hallgrímur Árnasson

hallgrimur

Málverk Hallgríms Árnasonar verða til í marglaga ferli þar sem hreyfing, tilviljanir og tími spila lykilhlutverk. Snarpar hreyfingar—strokur, skvettur og önnur expressíonísk ummerki eru áberandi í verkunum. Með endurteknum lögum málningar mótar hann yfirborð sem minnir á náttúrufyrirbæri, líkt og veðraðan stein, storknað hraun eða umbreytt landslag.  Verk Hallgríms Árnasonar kalla fram tilfinningu fyrir einhverju frumstæðu; óræðu landslagi sem virðist bæði ókunnugt og framandi. Útkoman er upplifun sem vekur forvitni og hvetur áhorfandann til að mæta hinu óþekkta – ekki sem gátu til að leysa, heldur sem upplifun til að skynja.

Hallgrímur Árnason (f. 1988) býr og starfar í Vínarborg. Hann stundaði nám við Listaakademíuna í Vín, m.a. undir leiðsögn þýska listamannsins Daniel Richter. Hallgrímur hefur tekið þátt í fjölda sýninga erlendis, þar á meðal samsýningu á vegum sendiráðs Íslands í Vínarborg. Árið 2023 opnaði hann sína fyrstu einkasýningu, Fehlerhaft [kœtlyð], í Vínarborg. 

Listamaður: Hallgrímur Árnasson

Dagsetning:

17.01.2025 – 15.02.2025

Staðsetning:

Listval

Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

MánudagurLokað
ÞriðjudagurLokað
MiðvikudagurLokað
Fimmtudagur13:00 - 17:00
Föstudagur13:00 - 17:00
Laugardagur13:00 - 16:00
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5